Karfa 0
PlayStation

PlayStation

18.500 kr

PlayStation tölvan er sú fyrsta í leikjatölvulínu Sony. PlayStation kom fyrst út seint árs 1994 i japan þar sem henni var ætlað það hlutverk að etja kappi við aðrar fimmtu kynslóðar leikjatölvur eins og Sega Saturn og væntanlega tölvu frá Nintendo sem kom reyndar ekki fyrr en 2 árum síðar (N64). PlayStation tölvan fékk stórkostlegar viðtökur og seldist í rúmlega 102 milljónum eintaka um allan heim og var því ótvíræður sigurvegari fimmtu kynslóðarinnar. Seinustu eintök tölvunnar í almennri sölu fóru af markaði árið 2004, en leikir tölvunnar lifðu áfram í DVD-drifum PlayStation 2 tölvunnar sem spilar einnig flesta PlayStation 1 leiki.

Þetta eintak er SCPH-7502 módelið af PlayStation tölvunni. Tölvan var prufuð og spilaði alla leiki sem keyrðir voru upp á henni án vandræða. Tölvan er í góðu útlitslegu ásigkomulagi en sýnir þó aldur sinn. Fjarstýringin virkar vel en virðist vera merkt með málningu. 

Pakkinn inniheldur:
PlayStation leikjatölvu.
PlayStation Sjónvarpssnúru.
PlayStation Fjarstýringu.
PlayStation Minniskubb.
PlayStation Rafmagnssnúru.
Leikina Mickey's Wild Adventure og Rayman.

Retró Líf ábyrgist leikjatölvur í 30 daga frá sölu, en vísar að öðru leyti í hefðbundna skilmála Retró Líf.


Deildu nostalgíunni með vinum þínum


Meira úr þessum vöruflokki