Karfa 0

Skilmálar

Skilmálar
Við hjá Retró Líf viljum eftir fremsta megni bjóða þeim sem kjósa að versla hjá okkur persónulega og góða þjónustu. Til að allt fari á sem bestan veg fyrir báða aðila þá eru hér fyrir neðan þeir skilmálar sem við áskiljum okkur og er gott fyrir alla sem hyggjast versla við okkur að kynna sér og lesa :-)

  1. Flestar vörur sem eru seldar af Retró Líf eru notaðar nema annað sé tekið fram. Eins og eðlilegt kann að þykja þýðir þetta að vörur geta verið ýmsum útlitslegum annmörkum háðar. Vörur geta verið rispaðar, sprungnar, upplitaðar, tússaðar eða með rifna eða máða límmiða, og þar fram eftir götunum. Ef útlit vörunnar er stórkostlega slæmt þá er það yfirleitt tilgreint sérstaklega í lýsingu og verð vörunnar ætti að vera í samræmi við það. Sé viðskiptavin mjög umhugað um útlit eða ástand viljum við hvetja hann til að hafa samband við Retró Líf og nánari lýsing verður gefin.
  2. Retró Líf reynir eftir fremsta megni að hafa alltaf mynd af nákvæmlega þeirri vöru sem verið er að kaupa í lýsingu vörunnar ef um notaða vöru er að ræða. Myndir eru stundum endurnýttar þegar um mjög áþekka vöru er að ræða og lítill greinanlegur munur er á vörunum.
  3. Retró Líf leggur mikið upp úr því að yfirfara og prófa vörur áður en þær eru settar í verslunina til að ganga úr skugga um að þær virki sem skildi. Viðskiptavinur skal engu að síður gera sér grein fyrir að hann er að kaupa notaða vöru og má vænta þess að varan hafi hlotið visst slit hjá fyrri eiganda og í fjölmörgum tilfellum kunna vörur að vera áratuga gamlar.
  4. Sumar vörur eru aldrei prófaðar og eru eingöngu seldar sem safngripir og er engin ábyrgð tekin á því að þeir virki til eðlilegrar afspilunar. Undir þann flokk falla allir leikir sem koma á diskettum, kassettum og CD/DVD leikir fyrir PC, Mac og aðrar eldri tegundir af heimilistölvum. 
  5. Retró Líf tekur enga ábyrgð á því að kóðar sem kunna að fylga með leikjum séu virkir. Einnig er engin sérstök ábyrgð tekin á því að þjónustur sem leikir kunna að reiða sig á fyrir fulla virkni séu enn virkar, t.d. netþjónar eða vefbúðir útgefanda leikja. 
  6. Ef viðskiptavinur fær óvirka eða bilaða vöru í hendurnar hefur hann 14 daga til að koma henni aftur í hendur Retró Líf þar sem við prófum hana að nýju, og ef hún reynist sannarlega vera óvirk þá er hún endurgreidd að fullu ásamt sendingarkostnaði. Ef varan reynist engu að síður virka eðlilega í prófunum hjá Retró Líf verður hún send aftur til viðskiptavinar á hans kostnað, nema viðskiptavinur afþakki endursendingu sérstaklega og kjósi að skila og fá endurgreitt. Í þeim tilfellum er sendingarkostnaður ekki afturkræfur. Ef ástæða er til að ætla að varan hafi skemmst í vörslu viðskiptavinar vegna misbeitingar, vankunnáttu eða annara ástæðna áskiljum við okkur þann rétt að endurgreiða ekki vöruna.
  7. Sumir leikir, leikjatölvur og annar aukabúnaður notast við innbyggðar rafhlöður. Skiljanlega hafa rafhlöðurnar takmarkaðan líftíma og því ábyrgist Retró Líf ekki að vörur innihaldi virka rafhlöðu, jafnvel þó hún sé auglýst virk við prufun á síðu Retró Líf enda geta gamlar rafhlöður brugðist án fyrirvara. Undantekning gegn þessu er ef Retró Líf tilgreinir sérstaklega að ný rafhlaða hafi verið sett í vöruna.
  8. Retró Líf reynir eftir fremsta megni að tilgreina fyrir hvaða svæði (Region) vörur eru gerðar fyrir í textalýsingu vöru viðskiptavinum sínum til hæginda. Við bendum engu að síður á að ef slík lýsing er ekki til staðar má jafnan greina þær upplýsingar af myndum á síðu vörunnar. Retró Líf tekur ekki ábyrgð á því ef leikur, leikjatölva eða búnaður sem er keyptur af Retró Líf er gerður fyrir annað svæði (Region) en samsvarandi búnaður sem viðskiptavinur kann að eiga fyrir, nema umrædd vara hafi verið merkt röngu svæði í lýsingu eða á mynd af vöru í verslun Retró Líf.
  9. Retró Líf tekur ekki ábyrgð á því ef búnaður sem er gerður fyrir önnur landsvæði, eða hlutir tengdir honum, skemmist vegna mismunar í inntaksstraumi eða af öðrum ástæðum. Retró Líf gengur ávallt út frá því að viðskiptavinur viti hvað hann er að kaupa og setur sig ekki í dómarasæti ef tveir ósambærilegir hlutir eru keyptir saman.
  10. Retró Líf tekur enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða af búnaði keyptum af Retró Líf. Margar af vörum Retró Lífs eru notuð og gömul raftæki sem eru komin út fyrir sinn áætlaða líftíma og fyrir löngu komin úr ábyrgð framleiðanda. Viðskiptavinir Retró Líf ættu að gera sér grein fyrir þessu og skal allur búnaður meðhöndlast með þá vitneskju að leiðarljósi.
  11. Vörur keyptar af Retró Líf eru sendar á uppgefið póstfang viðskiptavinar með Íslandspósti. Viðskiptavinum Retró Líf stendur til boða að fá vörurnar sendar á næsta pósthús eða beint heim að dyrum. Óski viðskiptavinur eftir að fá vörur sendar sem bréf skal hann gera sér grein fyrir því að varan þarf að komast í gegnum staðlaða bréfalúgu til að sá sendingarkostur geti staðið. Ef Retró Líf eða Íslandspóstur metur það sem svo að ekki sé hægt að senda vöruna sem bréf verður hún send með rekjanlegum hætti á kostnað viðskiptavinar á næsta pósthús, og viðskiptavinur getur sent Retró Líf skilaboð varðandi endurgreiðslu á póstgjaldi bréfpóstsins. Ef heimsending er ekki í boði á því svæði sem viðskiptavinur býr á verður sending á pósthús valin í staðinn. Alla jafna eru vörur póstlagðar 1-3 virkum dögum eftir að pöntun er greidd. 
  12. Undir öllum kringumstæðum reynir Retró Líf að ganga þannig frá pakkningum að vörur eigi litla möguleika á hnjaski þegar þær fara í sendingu með því að vefja viðkvæmar vörur í bóluplast eða pappa og/eða skorða þær af í kössum. Viðskiptavin er frjálst að hafa samband við Retró Líf til að greiða sérstaklega fyrir viðbótarþjónustur hjá Íslandspósti, svo sem auka tryggingu á sérstaklega verðmætar sendingar. Retró Líf fríar sig af allri ábyrgð ef vörur skemmast eða týnast í flutningi og skal viðskiptavinur sækja skaðabætur sínar til Íslandspósts. 
  13. Retró Líf afhendir engar vörur nema að hafa móttekið greiðslu fyrir þær. Viðskiptavinum stendur til boða að greiða fyrir vörur með greiðslukorti í vefverslun Retró Líf, eða millifæra greiðslu í gegnum heimabanka og senda kvittun á retrolif@gmail.com. Einnig er í boði að greiða með Pei greiðslumátanum frá Greiðslumiðlun. Sé pöntun ógreidd sólarhring eftir að hún var lögð inn áskilur Retró Líf sér þann rétt að ógilda pöntun viðskiptavinar og setja vöruna aftur í almenna sölu.
  14. Retró Líf áskilur sér rétt til að breyta og leiðrétta verð á vörum fyrirvaralaust. Ef þær aðstæður koma upp að vara hefur verið ranglega verðmerkt en farið í gegnum söluferli er viðskiptavin gert viðvart um mistökin og honum boðið að greiða rétt verð vörunnar. Ef viðskiptavinur gengur ekki að leiðréttu verði áskilur Retró Líf sér þann rétt að endurgreiða vöruna og setja hana aftur í sölu á leiðréttu verði.
  15. Vörur á Retró Líf eru án VSK þar sem velta verslunarinnar er undir lágmarksupphæð fyrir innheimtu virðisaukaskatts.

Trúnaður, Lög og Varnarþing
Retró Líf heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskipti sín við Retró Líf. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. Starfsemi Retró Líf er rekin í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna starfseminnar skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Seinast uppfært 1. október 2023.

Retró Líf
Lundarbrekka 14, 200 Kópavogur.
KT: 231284-2309.
E-mail: retrolif@gmail.com