Karfa 0
Nintendo 64

Nintendo 64

25.000 kr

Nintendo 64 tilheyrir fimmtu kynslóð leikjatölva og kom fyrst út árið 1996 við góðar undirtektir. Tölvan var í framleiðslu allt fram til ársins 2003 þegar GameCube tók við keflinu fyrir Nintendo. Tölvan seldist í rúmlega 32 milljón eintaka um allan heim og 388 leikir voru gefnir út fyrir tölvuna yfir líftíma hennar.

Þessi tiltekna N64 leikjatölva er PAL útgáfa sem spilar evrópska PAL leiki líkt og þeir sem voru seldar á Íslandi á sínum tíma. Með tölvunni fylgir orginal fjarstýring og einn leikur. Fjarstýringin er í ágætu ásigkomulagi en eins og er oft með gamlar N64 fjarstýringar er stýripinninn aðeins farinn að gefa eftir. Tölvan inniheldur RAM uppfærsluna sem er nauðsynleg til að spila vissa leiki. Tölvan er í góðu útlitslegu ástandi en ber með sér að vera um 25 ára gömul.

Pakkinn inniheldur:
Nintendo 64 Leikjatölvu 
Nintendo 64 fjarstýringu
Nintendo 64 Straumbreyti frá þriðja aðila
Nintendo 64 AV Sjónvarpssnúru frá þriðja aðila
Nintendo 64 RAM kubb
Leikinn Super Mario 64

Retró Líf ábyrgist leikjatölvur í 30 daga frá sölu, en vísar að öðru leyti í hefðbundna skilmála Retró Líf.


Deildu nostalgíunni með vinum þínum


Meira úr þessum vöruflokki